Myllarnir stóðu sig frábærlega í Noregi
Myllarnir tóku þátt í skandinavísku lokakeppni First Lego League síðastliðinn laugardag í Noregi ásamt 48 öðrum liðum sem komu frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Færeyjum.
Þemað í ár var „Á sporbraut“ (e. Into orbit) og unnu nemendur stórt rannsóknarverkefni sem snéri að andlegri heilsu geimfara. Þau þurftu að kynna rannsóknarverkefnið, vera með bás sem sýndi hugmynd verkefnisins ásamt því að svara spurningum dómara um hvernig hægt væri að markaðssetja hugmyndina. Einnig kepptu þau í vélmennakappleik og þurftu að geta sagt frá því hvernig vélmennið var forritað og hvaða leiðir voru farnar til að leysa þrautir á keppnisborðinu.
Myllarnir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum í vélmennakappleiknum með 196 stigum. Í 8 liða úrslitunum fengu þeir 180 stig og voru aðeins 16 stigum frá því að komast í 4 liða úrslit.
Myllarnir enduðu í 5. sæti í vélmennakappleiknum sem er frábær árangur hjá þeim.
Hópurinn var glæsilegur, samheldinn og skólanum til mikils sóma.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
![]() |
Aftari röð f.v. |
Fleiri myndir má sjá í myndasafni og á First Lego League Ísland
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.