Margt að gerast í desember
Miðvikudagur 5. des
Sala matarmiða fyrir hátíðarmatinn byrjar í dag hjá nemendum. Þeir sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð, þ.e. "hátíðarmiða" á 600 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir "hátíðarmiða" í mötuneytinu. Hátíðarmaturinn verður 19. desember. Í matinn verður hangikjöt ásamt meðlæti og ís í eftirrétt. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 5. - 17. des. milli kl. 9-11 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.
Fimmtudagur 6. des
1. bekkur, Tjarnarsel og Vesturberg hittast við jólatréð í skrúðgarðinum kl. 10:00.
Föstudagur 7. des
Rauður dagur. Allir að mæta í einhverju rauðu eða í jólapeysu, jólasokkum eða með jólahúfu.
Miðvikudagur 12. des
Jólabingó 1. - 4. bekkur 17:00-18:00
Jólabingó 5. - 7. bekkur kl. 18:00-19:00
Hvert spjald kostar 300 kr. og tvö spjöld kosta 500 kr. Mikilvægt að foreldrar komi með yngstu nemendunum.
Fimmtudagur 13. des
Aðventustund á sal fyrir nemendur 1. – 5. bekkur kl. 8:30 og 6. – 10. bekkur kl. 10:00
Föstudagur 14. des
Jólasaga lesin fyrir nemendur í 1. – 4. bekk
Mánudagur 17. des
Síðasti dagur til að skipta út matarmiða fyrir hátíðarmatinn
Þriðjudagur 18. des
Skúli Freyr foreldri spilar á gítar og syngur jólalög með nemendum.
Miðvikudagur 19. des
Hátíðarmatur í hádeginu
Rauður dagur aftur :) Allir að mæta í einhverju rauðu eða í jólapeysu, jólasokkum eða einhverju rauðu.
Fimmtudagur 20. des
Litlu jólin kl. 9:00-11:00. Nemendur fá kakó og piparkökur. Nemendur fá nánari upplýsingar um þennan dag frá umsjónarkennurum þegar nær dregur. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag.
Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 4. janúar
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.