• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

29. október 2013

Marcelina vann Prins Póló keppni

Hún Marcelina í 7.SI vann aðalverðlaun í sumarleik Prince Polo í sumar. Til að taka þátt þurfti að senda inn skemmtilega fjölskyldumynd. Marcelina fékk þá hugmynd að búa til mynd þar sem hún og systir hennar voru að rífast um Prince Polo. Einu sinni í viku var valin mynd vikunnar og var 10 manna veisla frá Hamborgarafabrikkunni í verðlaun. Marcelina beið alltaf spennt til að sjá hvort hennar mynd hefði verið valin mynd vikunnar en það gerðist aldrei.   Einn daginn sá hún myndina sína á Facebook og þar kom í ljós að hún hafi ekki bara verið valin sem mynd vikunnar heldur unnið aðalverðlaun í leiknum sem var 100 manna grillveisla frá Hamborgarafabrikkunni. Veislan var haldin 1. september. Fabrikkubíllinn mætti á svæðið. Marcelina bauð báðum 7. bekkjunum úr Myllubakkaskóla og miklu fleiri vinum og allir fóru saddir heim.  

Verðlaunamyndin

       

        

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær