Má ég vera memm?
Harpa Lúthersdóttir rithöfundur færði nýverið Myllubakkaskóla 30 eintök af bók sinni Má ég vera memm? Bókin er um Fjólu sem er að byrja í skóla. Hún er spennt að byrja en ekki fer allt eins vel og hún hafði vonað. Fjólu líður ekki vel í skólanum því hún eignast ekki vini, er strítt og er lögð í einelti af bekkjarfélögum.
Harpa lenti sjálf í einelti á barnsaldri og vonast hún til þess að saga hennar geti bjargað einhverju barni frá því að lenda í því sama og hún.
Þess má geta að Harpa fjármagnaði gjöfina með framlögum frá almenningi. Við hér í Myllubakkaskóla þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf og munu nemendur okkar njóta hennar um ókomin ár. Nemendur í 2. bekk eru byrjuð að vinna með bókina.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.