Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Í gær voru samankomnir 14 fulltrúar allra skóla í Reykjanesbæ og úr grunnskólanum í Sandgerði til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Það var augljóst að nemendur höfðu æft sig vel og var unun að njóta þess að hlusta á góðan upplestur. Einar Bjarki Einarsson og Júlía Mjöll Jensdóttir fulltrúar Myllubakkaskóla stóðu sig mjög vel og vill skólinn þakka þeim fyrir frábæra vinnu. Nicole Korzemiacka flutti ljóð á pólsku sem var um lestur og rím og Emil Örn, Kristberg, Margrét Ír og Marta Alda tóku þátt í flottum tónlistarflutningi.
Sigurvegari keppninnar var Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Njarðvíkurskóla, í 2. sæti var Kristján Jón Bogason úr Akurskóla og í 3. sæti var Svava Rún Sigurðardóttir úr Heiðarskóla. Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með góða frammistöðu.
![]() |
Einar Bjarki og Júlía Mjöll |
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.