• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

14. mars 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær voru samankomnir 14 fulltrúar allra skóla í Reykjanesbæ og úr grunnskólanum í Sandgerði til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Það var augljóst að nemendur höfðu æft sig vel og var unun að njóta þess að hlusta á góðan upplestur. Einar Bjarki Einarsson og Júlía Mjöll Jensdóttir fulltrúar Myllubakkaskóla stóðu sig mjög vel og vill skólinn þakka þeim fyrir frábæra vinnu. Nicole Korzemiacka flutti ljóð á pólsku sem var um lestur og rím og Emil Örn, Kristberg, Margrét Ír og Marta Alda tóku þátt í flottum tónlistarflutningi.
Sigurvegari keppninnar var Jóhanna Lilja Pálsdóttir úr Njarðvíkurskóla, í 2. sæti var Kristján Jón Bogason úr Akurskóla og í 3. sæti var Svava Rún Sigurðardóttir úr Heiðarskóla. Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með góða frammistöðu.

Einar Bjarki og Júlía Mjöll
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær