Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
28. febrúar síðast liðinn var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ og Sandgerði þar sem 14 nemendur úr sjö skólum tóku þátt. Keppendur Myllubakkaskóla voru Grétar Snær Haraldsson og Rugilé Milleryte. Þau stóðu sig sérlega vel enda búin að æfa sig af kappi og voru skólanum til mikils sóma. Sigurvegari keppninnar í fyrra, okkar nemandi Sæþór Elí, kom og las kynningartexta og gerði það mjög vel. Nemendur Myllubakkaskóla, þau Ísak Helgi, Diljá Dögg og Rugilé tóku þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni. Betsý Ásta úr Akurskóla bar sigur úr býtum, Jón Arnar úr Holtaskóla var í öðru sæti og Lovísa úr Njarðvíkurskóla í því þriðja.
![]() |
Grétar Snær |
![]() |
Rugilé |
![]() |
Sæþór Elí |
![]() |
ísak Helgi lengst til vinstri |
![]() |
Diljá Dögg lengst til vinstri og Rugilé önnur frá hægri |
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.