Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ þar sem 12 nemendur úr sex skólum tóku þátt. Fulltrúar Myllubakkaskóla voru Linda Chi Kim Nguyén og Thelma Helgadóttir og hreppti Thelma 2. sætið. Þær stóðu sig báðar sérlega vel enda búnar að æfa sig af kappi og voru skólanum til mikils sóma.
Alexander Freyr Sigvaldason úr Akurskóla bar sigur úr býtum og í þriðja sæti var Margrét Júlía Jóhannsdóttir Holtaskóla.
Nemendur Myllubakkaskóla, þær Ylva Vár Jóhannsdóttir og Diljá Dögg Helenudóttir tóku þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.