Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk
Fimmtudaginn 10. apríl var Litla upplestarkeppnin hjá 4. bekk. Allir nemendur í 4. SS tóku þátt og lásu bæði ljóð og brot úr sögu. Einar Bjarki og Júlía Mjöll úr 7. bekk voru gestalesarar. Guðjón Steinn, Ísak Þór og Sæþór Elí spiluðu á hljóðfæri. Nemendum í 3. bekk var boðið á hátíðina, einnig foreldrum og öðrum gestum. Að lokum var gestum boðið í heimastofu bekkjarins í kaffi og kökur sem krakkarnir bökuðu sjálf í heimilisfræði. Þetta var mjög hátíðlegt og flott hjá krökkunum. Gaman fyrir krakkana að fá svona marga gesti.
Sjá má myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.