List fyrir alla
Fimmtudaginn 16. september kom Leikhópurinn Lotta í heimsókn í Myllubakkaskóla með sýninguna Litla gula syrpan. Nemendur í 1. – 4. bekk fengu að horfa á og skemmtu sér mjög vel.
List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. Sjá nánar á www.listfyriralla.is
Sjá fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.