List fyrir alla
Í dag fengu nemendur heimsókn frá skemmtilegu fólki sem sinnir verkefninu List fyrir alla. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Páll Eyjólfsson gítarleikari og Esther Talia Casey leikkona buðu nemendum upp á klassíska tónlist, söng og sögur af þekktum tónskáldum. Að lokum sungu allir nemendur með þeim Kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.