List- og verkgreinakennarar í heimsókn
Föstudaginn 14. október komu yfir 100 kennarar í félögum myndmennta-, textíl- og smiðakennara í heimsókn til okkar en ferðin var liður í endurmenntunarferð félaganna þriggja um Suðurnesin. Bryndís skólastjóri bauð hópinn velkominn á sal og fór í stuttu máli yfir sögu skólans. Söngkonan okkar hún Jóhanna Ruth tók eitt lag við góðar undirtektir þar sem allir klöppuðu með. Að því loknu var gengið um ganga skólans, listaverkin sem prýða veggi skólans skoðuð og að endingu var farið í verkgreinastofurnar þar sem kennararnir sögðu frá starfi sínu og verkefni skoðuð og skipts var á hugmyndum. Óhætt er að segja að gestirnir voru mjög ánægðir með heimsóknina og hrifnir af því starfi sem fram fer í skólanum.
Markmið með ferðalaginu var að efla og styrkja samstarf og kennslu list- og verkgreinakennara.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.