Lið Myllubakkaskóla vann First Lego League á Íslandi 2016
Lið Myllubakkaskóla, Myllarnir, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu First Lego League keppnina í ár og óskum við þeim til hamingju með sigurinn.
![]() |
Klaudia, Gabriela, María Rós, Hafdís Eva, Aron Gauti, Sæþór Elí, Hjörtur Máni og Sávia. |
Liðsstjórar þeirra voru Ingibjörg Jóna, Íris Dröfn og Sveinn Ólafur.
Í rúma tvo mánuði hafa þessir nemendur undirbúið sig stíft fyrir First Lego league keppnina. Keppnin byggir á mörgum þáttum s.s. liðsheild, að hanna bíl (robot), forrita hann til að leysa ákveðnar þrautir, vinna rannsóknarverkefni út frá ákveðnu vandamáli og koma með lausn. Einnig þurfti liðið að kynna verkefnið sitt og ákvað að heimsækja m.a. fræðslustjóra og fleiri starfsmenn í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, sjá hér.
Sjá má fleiri myndir í myndasafni.
Á facebooksíðu Háskóla Íslands má sjá enn fleiri myndir og hér má sjá öll úrslit.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.