Lestrarmót hjá 1. og 5. bekk
Lestrarmót er samvinnuverkefni milli árganga skólans. Nemendur á ólíkum aldri hittast reglulega og lesa saman. Nemendur parast saman, oftast einn yngri og einn eldri nemandi og lesa þeir hvor fyrir annan. Verkefninu er ætlað að bæta lestrarnámið og gera það fjölbreyttara en einnig að efla félagsfærni og sjálfstæði nemenda. Nemendur eignast með þessum hætti félaga úr öðrum bekkjum. Í vikunni var lestrarmót hjá nemendum í 1. og 5. bekk og gekk það mjög vel.
Fleiri myndir má sjá í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.