Lestrarátak Ævars vísindamanns
Taktu þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns og þú gætir orðið að persónu í glænýrri risaeðluævintýrabók.
Þann 1. október hófst spennandi lestrarátak Ævars vísindamanns í 1.- 7. bekk sem stendur til 1. febrúar. Krakkarnir lesa þrjár bækur og skrá þær á þar til gerðan miða (mega taka þátt eins oft og þau vilja). Þau skila miðunum í kassa á bókasafni skólans. Í lok átaksins verða fimm lestrarhestar á öllu landinu dregnir út og verðlaunin verða ekki af verri endanum - þau heppnu verða söguhetjur í bók Ævars vísindamanns!
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.