• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

19. desember 2013

Leið til læsis orðið að veruleika

Aðstandendur verkefnisins Leið til læsis afhentu í gær Gylfa Jóni Gylfasyni, fræðslustjóra Reykjanesbæjar, afurð sína í húsnæði Bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar. Um er að ræða handbók og gagnabanka sem munu nýtast grunnskólakennurum í 1. - 4. bekk í lestrarkennslu og í sérkennslu.
Eva Björk Sveinsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir og Heba Friðriksdóttir unnu ötullega að verkefninu fyrir hönd Myllubakkaskóla.  Leið til læsis er veigamesta verkfærið sem notað er í tengslum við lestrarstefnu Myllubakkaskóla.  Meginmarkmið verkefnisins eru eftirfarandi:
Að útfæra stafrænan verkefnabanka úr handbók Leið til læsis.
Auðvelda kennurum aðgengi að verkefnunum þar sem gerð þeirra er tímafrek.
Auka fjölbreytileika við nálgun á lestrarkennslu.
Auka líkur á góðum árangri hjá sem flestum nemendum í samræmi við framtíðarsýn Reykjanesbæjar.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær