• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

20. maí 2014

Laxnessfjöðrin

Nemendur 9. bekkjar Myllubakkaskóla tóku þátt í verkefninu Laxnessfjöðrinni en Samtök móðurmálskennara stóðu fyrir því.  Það fólst í sköpun í rituðu máli og nemendum var í sjálfsvald sett hvaða form þeir notuðu s.s. örsögur, smásögur, ljóð, leikrit, uppistand eða annað. Aðaláherslan átti að vera á sköpunargleðina. Nemendur úr nokkrum skólum á Suðurnesjum skiluðu inn verkefnum og allir mættu síðan í Stapa þann 8. maí. Þar veitti frú Vigdís Finnbogadóttir þeim sem urðu hlutskarpastir, Laxnessfjöðrina sem Erlingur Jónsson myndhöggvari hannaði. Það má til gamans geta að hann kenndi við Myllubakkaskóla fyrir þó nokkrum árum en þá hét skólinn Barnaskólinn í Keflavík.
Valdís Viktoría Pálsdóttir hlaut verðlaunin í Myllubakkaskóla fyrir söguna sína Kanaríeyjar. Skólinn óskar henni til hamingju og hvetur alla nemendur til að rækta ritunarfærni sína.

Valdís Viktoría
Verðlaunahafar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og kennurum.


Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær