• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

14. desember 2012

Krufning í 9. bekk

Miðvikudaginn síðastliðinn krufðu nemendur í 9. bekk brjóstholslíffæri úr svíni. Krufningin var unnin í tengslum við námsefnið í Mannslíkamanum þar sem þau hafa verið að fjalla um líffærakerfi mannsins. Í krufningunni skoðuðu nemendur m.a. lungu, hjörtu, barka og lifur. Byrjað var  á því að skoða lungun, þau blásin upp með slöngu og það vakti mikil viðbrögð þegar lungun fóru allt í einu að anda og blésu jafnvel á móti. :)  Uppbygging hjartans var skoðuð og sást greinilega vöðvamismunurinn á hægri og vinstri helming hjartans. Það var líf og fjör í þessum tíma, nemendurnir voru virkir og áhugasamir um það sem fram fór og virtust hafa bæði gagn og gaman af.

Sjá má myndir í myndasafninu.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær