Jóhanna Ruth söng fyrir nemendur
Í dag komu nemendur skólans saman á sal til að fagna sigri Jóhönnu Ruthar í Ísland got talent. Hún fékk mynd að gjöf frá skólanum eftir Siggu Dís myndmenntakennara og Kjartan Már bæjarstjóri færði henni blómvönd. Jóhanna Ruth flutti svo sigurlagið við góðar undirtektir.
Starfsfólk og nemendur óska henni innilega til hamingju með sigurinn.
![]() |
Jóhanna söng lagið Simply the best |
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.