Íþróttadagur
Á morgun þriðjudaginn 28. maí verður íþróttadagur í Myllubakkaskóla. Þá mæta nemendur klæddir eftir veðri og hafa með sér nesti.
Nemendur mæta í heimastofur og fara síðan með starfsfólki í hina ýmsu hreyfingu.
Um kl. 11:30 mætir Sirkus Íslands á svæðið í boði foreldrafélagsins og er þá foreldrum velkomið að bætast í hópinn. Kl. 12:15 verður byrjað að grilla. Foreldrafélagið býður upp á pylsur og pylsubrauð og skólinn verður með tómatsósu, sinnep og steiktan lauk. Nemendur koma sjálfir með drykk fyrir grillið.
Um kl. 13:00 er skóla lokið og frístundaskólinn opinn til kl. 16:15.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.