Íþróttadagur / starfsdagur
Íþróttadagur Myllubakkaskóla verður mánudaginn 4. júní. Nemendur mæta í heimastofur kl. 8:10 þar sem tekið verður manntal og farið yfir hvað er í boði. Um kl. 8:30 verður gengið af stað í skrúðgöngu að Reykjaneshöllinni. Þar verður hægt að taka þátt í ýmsum þrautum og leikjum eins og t.d. húllakeppni, boccia, frisbee, hreystigreip, armbeygjum og mörgu öðru. Hoppukastali verður á staðnum. Eftir þrautirnar verður keppni á milli árganga þar sem keppt verður í ýmsum greinum. Verðlaun verða veitt fyrir íþróttaárgang Myllubakkaskóla á yngsta, mið og elsta stigi. Áætlað er að dagskrá ljúki kl. 11:30 í Reykjaneshöllinni og fara nemendur þá aftur í Myllubakkaskóla þar sem verðlaunaafhending fer fram og pylsur verða grillaðar fyrir þá sem vilja. Nemendur koma sjálfir með pylsur, brauð og drykk (má koma með gos). Boðið verður upp á tómatsósu, sinnep, remúlaði og steiktan lauk. Áætlað er að skóla ljúki kl. 13:10. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Frístundaskólinn er opinn fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
Þriðjudaginn 5. júní verður starfsdagur hjá starfsfólki Myllubakkaskóla. Þann dag er engin kennsla og enginn frístundaskóli.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.