Hvatningarverðlaun tónlistarskólans og Íslandsbanka
Marta Alda nemandi í 8. bekk í Myllbakkaskóla fékk hvatningarverðlaun tónlistarskólans og Íslandsbanka nú á vordögum.
Verðlaunin fékk Marta Alda fyrir framúrskarandi árangur í tónlistarnámi sínu en hún lærir á fiðlu og píanó. Marta Alda hefur lokið miðprófi í fiðluleik og í tónfræðigreinum, auk þess hefur hún lokið grunnprófi í píanóleik. Þetta er eftirtektarverður árangur þar sem Marta Alda er einungis 14 ára gömul. Fyrir þessa frábæru frammistöðu kemur Íslandsbanki til með að borgar fyrir hana skólagjöldin næsta vetur.
Starfsfólk Myllubakkaskóli óskar Mörtu Öldu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.