• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

13. desember 2012

Hugljúf aðventustund

Í morgun tóku nemendur þátt í skemmtilegri aðventustund á sal skólans.  Fjölmargir nemendur stigu á stokk og sýndu glæsileg leik -, söng - og tónlistaratriði.  3. bekkur söng lagið Gefðu mér gott í skóinn, Sunneva úr 5. bekk spilaði lagið Rudolf með rauða nefið, Sonja og Silje úr 5. bekk spiluðu lagið Bjart er yfir Betlehem, nemendur í 6. bekk sýndu helgileik, Sigríður og Kristófer úr 8. bekk sungu lagið Jingle bell, Birta Dís úr 10. bekk spilaði lagið Christmas song og stúlkur úr 10. bekk sungu lagið Þú og ég og jól.  Aðventustundin heppnaðist ákaflega vel og nemendur skólans sýndu það enn og aftur að þeim er fjölmargt til lista lagt.

Fullt af myndum í mydasafni.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær