Hreyfivika í Myllubakkaskóla
Vikan 12. - 16. september er hreyfivika hjá okkur í Myllunni. Þá er margt á dagskrá tengt hreyfingu og heilbrigði. Við hvetjum nemendur til að ganga eða hjóla í skólann þessa daga og einnig að koma með hollt og næringarríkt nesti. Nemendur á unglingastigi sjá um að stjórna leikjum í fyrstu frímínútum og á föstudaginn er svo Danspartý úti í porti. Á morgun, þriðjudag, er Norræna skólahlaupið haldið og þá er gott að vera í klæðnaði og skóm sem henta til hlaups/göngu. Svo er aldrei að vita nema bekkjarkennarar skelli í eitthvað fleira skemmtilegt.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.