Hreyfivika
Þessa vikuna er hreyfivika í Myllubakkaskóla. Hugmyndin af henni er annars vegar evrópska átakið “Now we move” sem var sett á laggirnar árið 2012 og er þá septembermánuður nefndur “moveweek”. Hins vegar er þessi vika “Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ” og fannst okkur því tilvalið að vera samferða með hreyfivikuna okkar.
Við ætlum öll að taka þátt á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Sumir viðburðir þessarar viku eru fyrir allan skólann en aðrir eru ætlaðir ákveðnum árgöngum. Við hvetjum alla til að ganga eða hjóla í skólann og taka með sér hollt nesti.
Eftirfarandi verður m.a. í boði í þessari viku:
*Skipulagðar leikjastöðvar í fyrstu frímínútum alla vikuna fyrir 1. – 7. bekk. Nemendur í 8. – 10. bekk stýra ýmiskonar leikjum.
*Opinn tími í Tarzanleik fyrir 5. – 10. bekk í íþróttasalnum mánudag kl. 14:15-15:00.
*Norræna skólahlaupið er á þriðjudag.
*Fótboltamót miðstigs fimmtudag kl. 13.45. (5. – 7. bekkur)
*Hópdansstuð fyrir 1. – 4. bekk í íþróttasalnum fimmtudag kl. 9:50.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.