Heimsókn í Mjólkursamsöluna
Þriðjudaginn 23. janúar heimsótti 3-HT Mjólkursamsöluna. Fór leiðsögumaður með hópinn um Mjólkursamsöluna og sýndi krökkunum ferli framleiðslunnar sem og annað fróðlegt og skemmtilegt. Nemendurnir fengu meðal annars að fara inn í ísgerðina og fóru inn í frystikælinn stóra sem er -23 gráður. Einnig kom Lalli töframaður og sýndi nokkur sniðug töfrabrögð. Að lokum fengu nemendur mjólkurglas, kleinu og ís í boði MS og einnig flottan íþróttapoka með mynd af Klóa. Var þetta virkilega skemmtileg ferð og fannst öllum þetta mjög spennandi og fróðlegt allt saman.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.