Heimsókn forseta Íslands í Myllubakkaskóla
Forsetahjónin ásamt öðrum góðum gestum heimsóttu Myllubakkaskóla í tilefni af Forvarnardeginum. Forsetahjónin fengu hlýjar og góðar móttökur en nemendur mættu flestir prúðbúnir í skólann og allmargir voru með íslenskar fánaveifur. Herra Ólafur ávarpaði viðstadda ásamt Ólafi Rafnssyni forseta ÍSÍ. Að því loknu sögðu nemendur i 9. bekk frá niðurstöðum umræðna í tengslum við samveru, tómstundir og forvarnir. Heimsóknin þótti takast afar vel og voru nemendur skólanum til mikils sóma í hvívetna.
Herra Ólafur Ragnar og Dorrit ásamt Eryku í 1. ER.
Fleiri myndir eru í myndasafninu.
Einnig má sjá myndir á vf.is og forseti.is
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.