Hátíðarkvöldverður 10. bekkinga
Í gær, fimmtudaginn 11. apríl, snæddu nemendur 10. bekkja ásamt starfsfólki Myllubakkaskóla dýrindis máltíð í boði foreldra nemenda. Margt var til gamans gert, ýmsir stigu á stokk og rifjuðu upp skemmtileg atvik úr skólagöngunni, farið var í leiki, kennarar fengu ,,viðurkenningar" og nemendur spiluðu og sungu. Að hátíðarkvöldverði loknum fóru nemendur á árshátíð grunnskóla Reykjanesbæjar.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.