Gettu enn betur
Spurningakeppnin Gettu enn betur verður haldin í matsal Myllubakkaskóla mánudaginn 3. febrúar kl. 19:00. Þetta er spurningakeppni með svipuðu sniði og Gettu betur og er á milli allra grunnskóla í Reykjanesbæ. Keppendur skólanna mega vera í 8.-10. bekkjum. Keppendur fyrir hönd Myllubakkaskóla eru Andri Snær og Jón úr 10. bekk og Saga úr 8. bekk.
Öllum er velkomið að koma og fylgjast með þessari skemmtilegu keppni. Það er frítt inn og sjoppa á staðnum.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.