Frístundaskólinn í heimsókn á Dominos
Við í frístund fengum að fara í heimsókn á Dominos miðvikudaginn 14. mars. Þetta var alveg frábær upplifun fyrir börnin, þau fengu öll lánaða Dominos svuntu og húfu, svo fengu þau að baka sér pizzu. Hvert barn fékk smá deig og máttu þau ráða hvað þau settu á pizzuna, svo settu þau pizzuna í ofninn og horfðu á hana bakast. Þetta var stórmerkileg upplifun fyrir þau og þökkum við Dominos kærlega fyrir okkur. Svo viljum við endilega fá uppástungur hvert við getum farið í heimsókn næst. Krakkarnir í frístund eru alveg til fyrirmyndar og ótrúlega gaman að vera með þeim. Þau eru rosalega dugleg að fylgja öllum reglum og leika sér fallega saman. Nú er veðrið óðum að batna svo við ætlum að vera rosalega dugleg að vera úti í góða veðrinu.
frístundar-pizzu-kveðja.
Guðný og Stefanía
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.