• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

11. október 2018

Frá Foreldrafélagi Myllubakkaskóla

Í tilefni þess að foreldrafélag Myllubakkaskóla (FFM) fagnar 40 ára afmæli á þessu skólaári langar stjórn félagsins til að fagna áfanganum og færa nemendum Myllubakkaskóla gjöf.
Öflugt skólasamfélag byggir á öflugum foreldrum og Myllubakkaskóli býr vel að kröftugum og hugmyndaríkum foreldrum. Eitt foreldri í skólanum tók upp hjá sjálfu sér að hefja söfnun fyrir leiktæki á skólalóðinni og langar FFM að taka undir þetta frábæra framtak og klára söfnun fyrir leiktækinu.
Um er að ræða klifurgrind, sem sjá má t.d við Njarðvíkurskóla í dag. Engin slík grind er við skóla í Keflavík og væri kærkomin viðbót við leiksvæðið við Myllubakkaskóla.
Klifurgrindin kostar með öllu 2.300.000 kr og erum við að biðla til allra sem verið hafa nemendur Myllubakkaskóla eða tengjast skólanum á annan hátt að leggja málefninu lið og leggja fram frjáls framlög inn á söfnunarreikning FFM.
Söfnunarreikningur FFM er:
0121-26-4397  
kt.430197-3129

Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki ákveðið að styrkja málefnið svo að við erum komin af stað en betur má ef duga skal.
Munið að hugurinn skiptir máli og margt smátt gerir eitt stórt. :)

Með von um jákvæð viðbrögð,
Stjórn FFM

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær