Föstudagsfjör í listaviku
Ágætu foreldrar/forráðamenn
Eins og þið hafið séð á heimasíðunni og Fb-síðu skólans þá hefur verið mjög gaman hjá okkur í listavikunni. Sérstaklega hefur verið ánægjulegt að fá ykkur í heimsókn og á námskeiðin og sjá hamingjusama nemendur njóta sín á hinum ýmsu sviðum. Á morgun föstudag ætlum við að hafa smá sýningu á afrakstri vikunnar. Ef þið hafið tök á þá eruð þið hjartanlega velkomin í íþróttahúsið okkar hér við Myllubakkaskóla á milli klukkan 10 og 11.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.