Fjármálaleikarnir 2020 - Íslandsmeistarar í fjármálalæsi
Dagana 4. – 13. mars stóð Fjármálavit fyrir fjármálaleikum milli grunnskóla fyrir nemendur í 10. bekk. Nemendur svara 64 fjölbreyttum spurningum um ýmislegt er tengist góðu fjármálalæsi, til dæmis spurningum um sparnað og lífeyrissparnað, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, tryggingar, lán, vexti og fleira. Fjármálaleikarnir er undankeppni fyrir Evrópukeppni í fjármálalæsi. 32 skólar víðsvegar af landinu skráðu sig til leiks og var keppnin mjög spennandi en að lokum voru það nemendur úr 10. bekk Myllubakkaskóla sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
Fulltrúar frá Fjármálavit heimsóttu nemendurna nú í maí og afhentu þeim verðlaunin, buðu upp á pizzaveislu og spjölluðu við nemendur. Einnig var farið í léttan Aliasleik tengdum fjármálalæsi.
Til stóð að senda tvo nemendur úr sigurliðinu til Brussel en vegna Covid var keppninni aflýst. Í staðinn var hópnum boðið í keilu í Reykjavík.
Íslandsmeistarar í fjármálalæsi 2020
Hjörtur Máni tók á móti bikarnum fyrir hönd hópsins.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.