Enginn skóli / no school - þriðjudaginn 20. desember
Kæru foreldrar/forráðamenn.
Í ljósi mikillar ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa jólaskemmtunum í grunnskólum á morgun, þriðjudaginn 20. desember. Ávörðunin sem tekin er í samráði við umhverfissvið bæjarins er til að tryggja öryggi barna, fækka bílum í umferð og til að snjómokstur geti gengið greiðlega fyrir sig. Bæði götur og gangstéttar eru illfærar sem stendur og þá munu ferðir strætisvagna liggja niðri á morgun.
Fræðsluyfirvöld í Reykjanesbæ.
Dear parents and guardians
In view of the heavy snow and the continuing bad weather forecast, a decision has been made to cancel the Christmas fun in elementary schools tomorrow, Tuesday, December 20th. The decision, taken in consultation with the town's environmental department, is to ensure the safety of children, reduce the number of cars in traffic and so that snow removal can proceed smoothly. Both streets and sidewalks are dangerous at the moment, and bus services will be closed tomorrow.
Education authorities in Reykjanesbær.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.