Eltu drauminn
Föstudaginn 8. febrúar sl. fengu 10. bekkingar góðan gest. Þar var á ferðinni Þorgrímur Þráinsson með mannræktarfyrirlesturinn ELTU DRAUMINN. Þorgrímur hvatti krakkana til að elta drauminn sinn, setja sér markmið, skrá þau niður og fylgja þeim. Máli sínu til stuðning sagði hann sögur m.a. af Ólafi Stefánssyni handboltamanni og handalausum tennisleikara. Fyrirlestur Þorgríms var mjög vel heppnaður og hvetjandi og í lokin áttu nemendurnir að setja sér markmið fyrir framtíðina.
Fyrirlestrar Þorgríms eru kostaðir af Pokasjóði verslunarinnar og eru ætlaðir til að styrkja sjálfsmeðvitund nemenda í 10. bekk.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.