Eldvarnarvika
Það er árlegur viðburður að slökkviliðsmenn fari í heimsókn í 3. bekk og fræði nemendur um eldvarnir. Fimmtudaginn 20. nóvember komu tveir þeirra hingað í Myllubakkaskóla. Þeir ræddu m.a. um nauðsyn þess að vera með reykskynjara og slökkvitæki á heimilinu. Einnig fóru þeir yfir hvernig bregðast ætti við ef eldur kemur upp í heimahúsi. Í lokin fengu börnin að skoða slökkvibíl og sprauta úr slöngu sem vakti mikla lukku. Í lok skóladags fylltu nemendur út getraun og fengu vasaljós og myndskreytta bók um slökkviálfana Loga og Glóð að gjöf. Heimsóknin var fræðandi og skemmtileg í alla staði. Við þökkum Brunavörnum Suðurnesja og Lions kærlega fyrir komuna.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.