Eldvarnarfræðsla
Í síðustu viku fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja og Lions. Nemendur fengu fræðslu um rétt viðbrögð við eldsvoða og mikilvægi þess að vita hvað á að gera ef upp kemur eldur. Að lokinni fræðslu fengu nemendur að skoða slökkvibílinn og sprauta úr brunaslöngu. Nemendur fengu bók um Loga og Glóð, bókamerki, segul til að setja á ísskáp, batterí í reykskynjara auk vasaljóss með sér heim þennan dag.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.