• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

16. desember 2014

Desember

Desember hefur verið skemmtilegur og hátíðlegur hjá okkur hér í Myllubakkaskóla. Við höfum skreytt skólann hátt og lágt og hver gangur er með jólaþema sem setur skólann í hátíðlegan búning.
Rithöfundar hafa verið að koma í heimsókn og gleðja nemendur með upplestri og hafa þeir haft á orði hve kurteisir nemendur okkar eru.
Í dag er aðventustund á sal þar sem nemendur koma fram og leika og syngja hver fyrir annan og á miðvikudaginn ætla nemendur að ganga um skólann með umsjónarkennara og skoða skreytingarnar í skólanum. Við ætlum líka að snæða jólamat á miðvikudaginn og þeir nemendur sem ekki eru í áskrift fengu tækifæri til að kaupa staka máltíð.

Foreldri kemur í heimsókn á fimmtudaginn með gítar og ætlar að syngja jólalög með nemendum og á föstudaginn eru litlu jólin en í ár ákváðu kennarar að sleppa jólakortunum á milli nemenda og hvert stig ákvað hvernig skipulagið með jólapakkana yrði háttað. Nemendur mæta klukkan 9:00 í skólann á föstudaginn og eru til 11:00. Frístundaskólinn er ekki starfræktur þennan síðasta skóladag fyrir jól.

Fyrsti skóladagur eftir jólafrí er mánudagurinn 5. janúar 2015 samkvæmt stundaskrá.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær