Dagur myndlistar - listamaður í heimsókn
Í morgun hélt Daði Guðbjartsson myndlistamaður fyrirlestur á sal fyrir nemendur í 8. -10. bekk þar sem hann fjallaði um listamannsferil sinn. Hann sagði frá list sinni, af hverju hann fór í myndlist, hvaða nám hann fór í og ýmsu öðru áhugaverðu. Nemendur voru til sóma, fylgdust vel með og lögðu að lokum fram nokkrar spurningar til listamannsins.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.