Dagur myndlistar
Í morgun heimsótti Valgerður Hauksdóttir, grafíklistakona nemendur á unglingastigi og hélt fyrirlestur fyrir þau um grafíklistina. Þetta er liður í verkefninu Dagur myndlistar, listamenn koma og kynna sig og verk sín fyrir nemendum í skólum landsins. Valgerður er menntaður listamaður og tónlistamaður. Hún hefur starfað sem kennari, gestakennari og listamaður til fjölda ára bæði hér heima, í Evrópu og um Bandaríkin. Hún hefur haldið fjölda sýninga og eru verk eftir hana til sýnis á ýmsum söfnum bæði erlendis og hérlendis. Valgerður hélt fyrirlestur og sýndi síðan nemendum ýmis tól og tæki sem hún notar við listsköpun sína auk þess sem hún sýndi þeim nokkur verk. Ekki var annað að sjá en að nemendurnir hefðu gaman af, gáfu gott hljóð og fylgdust með.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.