Benni Kalli í heimsókn hjá 10. bekk
Mánudaginn 30. apríl fengu nemendur í 10. bekk Benna Kalla í heimsókn. Benni Kalli lenti í mótorhjólaslysi fyrir tæplega tuttugu árum og slasaðist alvarlega. Hann kom og sagði krökkunum frá slysinu og bataferlinu á léttu nótunum. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af því að hlusta á fyrirlesturinn.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.