Árshátíð 2013
Árshátíð skólans var haldin föstudaginn 15. mars í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þemað í ár var söngleikir og var húsið skreytt hátt og lágt með tilheyrandi skrauti. Það var auðséð að allir lögðu metnað í að gera þessa hátið sem glæsilegasta. Nemendur stóðu sig frábærlega hvort sem var í leik, söng eða dansi. Við þökkum nemendum og foreldrum fyrir glimrandi skemmtun.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.