Ágúst Kristinn Norðulandameistari í taekwondo
Ágúst Kristnn Eðvarðsson nemandi í 6. HM í Myllubakkaskóla er ungur og efnilegur taekwondo kappi sem æfir alltaf af krafti. Hann keppti í -33 kg flokki drengja og stóð sig frábærlega. Hann vann báða sína bardaga með góðri tækni og keppnisanda. Ágúst er í feykigóðu formi sem sést vel á því að hann getur haldið einbeitingu út langa og erfiða bardaga án þess að það hægist á honum. Hann varð Norðurlandameistari í sínum flokki í bardaga. Við óskum Ágústi innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.