Ágóði tónleikanna "Gamli skólinn minn" afhentur
Tónleikahaldarar tónleikanna Gamli skólinn minn, sem voru haldnir í Andrews Theatre 1. apríl, komu færandi hendi í skólann miðvikudaginn 23. maí. Þeir afhentu góðan pening í minningarsjóð Vilhjálms Ketilssonar. Sigrún Ólafsdóttir ekkja Vilhjálms, börn hans og barnabörn voru viðstödd og lofaði Sigrún að peningunum yrði varið í góða hluti fyrir skólann. Við þessa athöfn sungu nemendur tengdir skólanum tvö yndisleg lög.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.