Afar ánægjulegar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum
Við hér í Myllubakkaskóla getum ekki annað en verið ákaflega stolt af nemendum okkar og árangri þeirra í samræmdu könnunarprófunum. Nemendur stóðu sig einkar vel og sýndu sjálfum sér og öðrum að mikil og góð rækt hefur verið lögð við námið undanfarin ár. Krakkarnir í 4. bekk voru langt fyrir ofan landsmeðaltal í hvoru tveggja íslensku og stærðfræði meðan að nemendur í 7. bekk tóku miklum framförum síðan í 4. bekk og voru vel fyrir ofan landsmeðaltal í stærðfræði og við landsmeðaltal í íslensku. Nemendur í 10. bekk voru einnig að standa sig með miklum ágætum þar sem þeir voru fyrir ofan landsmeðaltal í ensku og stærðfræði og við landsmeðaltal í íslensku. Flestir nemenda í 10. bekk voru að sýna framfarir síðan í 7. bekk.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.