Æsispennandi spurningakeppni á miðstigi
Hin árlega spurningakeppni miðstigs var haldin þriðjudaginn 25. mars. Í fyrstu umferð sátu hjá lið 7. bekkja en lið 5. og 6 bekkja fengu sömu hraðaspurningarnar. Sjöttu bekkjarliðin komust áfram og kepptu við 7. bekkinga. Í undanúrslitum sigraði 6. UG lið 7. SI en í keppni 7. HM og 6. JJ þurfti (eftir mikla rekistefnu) bráðabana til að ná fram úrslitum. Þar höfðu ríkjandi meistarar í 7. HM nauman sigur. Þau kepptu þar af leiðandi við 6.UG í úrslitum. Eftir hraðaspurningar, víxlspurningar og vísbendingaspurningar var staðan jöfn og þurfti því aftur að grípa til bráðabana þar sem bæði liðin fengu sömu spurninguna og áttu að skrifa svarið á blað. Eftir það var enn jafnt með liðunum og enn fengu liðin sömu spruningu og þá var lið 7.HM nær rétta svarinu og sigraði því keppnina annað árið í röð. Keppnin fór vel fram í alla staði og voru keppendur sér og sínum bekkjum til sóma.
![]() |
Sigurliðið úr 7. HM Eva, Jakub og Einar Bjarki |
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.