Aðventustund
Í dag var aðventustund á sal. Kynnarnir Arnór Máni og Elvar í 10. bekk tóku vel á móti nemendum og hófst stundin á því að nemendur í 6. bekk fluttu helgileik. Annar bekkur söng jólalag ásamt því að nokkrir úr bekknum spiluðu á blokkflautur. Stúlkur úr 9. bekk fluttu lagið Desember og nokkrir nemendur spiluðu á hljóðfæri. Allir nemendur skólans fengu að njóta stundarinnar og má segja að jólaandinn hafi svifið um í skólanum.
Einnig má sjá sönginn hjá stúlkunum í 9. bekk á fésbókarsíðu skólans.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.