Aðalfundur Foreldrafélags Myllubakkaskóla
Aðalfundarboð FFM
Góðan dag foreldrar barna í Myllubakkaskóla.
Nú er komið að aðalfundi hjá Foreldrafélagi Myllubakkaskóla (FFM) sem haldinn verður miðvikudaginn 27.apríl klukkan 19:30 – 20:30 í matsal skólans. Við viljum hvetja foreldra til að taka þátt í starfi foreldrafélagsins. Það er mjög vel séð ef foreldri vill bjóða sig fram í stjórn félagsins. Það er bæði hægt á fundinum sjálfum og einnig með því að hafa samband við einhvern úr stjórn félagsins fyrir fundinn (sjá nánari upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við stjórnarmeðlimi FFM á heimasíðu Myllubakkaskóla).
Dagskrá fundarins:
1.Kynning á starfsemi vetrarins
2.Gjaldkeri leggur fram ársreikning
3.Ný stjórn
4.Félagsgjöld fyrir næsta skólaár ákveðin
5.Önnur mál
FFM hefur staðið fyrir eða komið að eftirfarandi á skólaárinu:
•Fundur með bekkjafulltrúum
•Jólaföndur
•Kynning á hrelliklámi fyrir foreldra
•Blóm og styrkur fyrir 10. bekkjar ferðarlag
•Fyrirhugað er að fá Sirkus Íslands til að vera með sprell á íþróttadaginn 3. júní og hugsanlega gera eitthvað annað sniðugt.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.