Aðalfundur FFM
Aðalfundarboð FFM
Góðan dag foreldrar barna í Myllubakkaskóla.
Nú er komið að aðalfundi hjá Foreldrafélagi Myllubakkaskóla (FFM) sem haldinn verður miðvikudaginn 7.maí klukkan 20:00 í matsal skólans. Við viljum hvetja foreldra til að taka þátt í starfi foreldrafélagsins. Það er mjög vel séð ef einhver vill bjóða sig fram í stjórn félagsins. Það er bæði hægt á fundinum sjálfum og einnig með því að hafa samband við einhvern úr stjórn félagsins fyrir fundinn (sjá nánari upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við stjórnarmeðlimi FFM á heimasíðu Myllubakkaskóla).
Dagskrá fundarins:
1. Kynning á starfsemi vetrarins
2. Gjaldkeri leggur fram ársreikning
3. Ný stjórn
4. Félagsgjöld fyrir næsta skólaár ákveðin
5. Önnur mál
FFM hefur staðið fyrir eða komið að eftirfarandi á skólaárinu:
* Fundur með bekkjafulltrúum 15.nóvember 2013
* Morgunmatur fyrir samræmd próf
*Jólaföndur sem haldið var 5.desmber 2013
* „Ég og þú“ verkefni fyrir 1. og 2. bekk 6.mars 2014
* „Ég og þú“ verkefni fyrir 3. og 4. bekk 13.mars 2014
* Fyrirlestur um sjálfsstyrkingu og markmiðasetningu fyrir 5. og 6. bekk 21.mars 2014
* Fyrirlestur um sjálfsstyrkingu og markmiðasetningu fyrir 7. og 8. bekk 21.mars 2014
* Blóm fyrir 10.bekk
* Rútur á skólahreysti
* Styrkur fyrir 10. bekkjar ferðarlag
Verkefnið: „Ég og þú, þú og ég, við tvö saman“, var nýtt hjá FFM á þessu ári. En það sem var boðið upp á þetta skólaár var: Steinamálun, íþróttir, óvissu föndur og spil. Ríflega 50 börn í 1.-4. bekk tóku þátt auk foreldra. Ekki bar á öðru en að almenn ánægja hafi verið hjá þeim sem sóttu. Hér má sjá myndir frá þessum kvöldum.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.