8. ÍH fékk verðlaun í Tóbakslaus bekkur samkeppninni
Samkeppninni Tóbakslaus bekkur, meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins skólaárið 2017-18, er lokið og liggja úrslit fyrir.
Samtals tóku 240 bekkir víðs vegar um landið þátt í keppninni. Tíu bekkir frá átta skólum sem sendu inn lokaverkefni unnu til verðlauna og var 8. ÍH einn af þeim. Verðlaunaupphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum sem þeim er frjálst að ráðstafa að vild. Við óskum 8. ÍH til hamingju.
Á heimasíðu landlæknisembættisins má sjá myndböndin sem hlutu verðlaun.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.