6. HM sigurvegari í spurningakeppni miðstigs
Hin árlega spurningakeppni miðstigs í Myllubakkaskóla fór fram miðvikudaginn 17. apríl. Liðin sem tóku þátt voru 7. JJ, 6. HM, 6. SI, 5. TK og 5. ME.
Til úrslita kepptu lið 6. HM og 6. SI. Keppnin var jöfn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu spurningunni sem var vísbendingaspurning. 6. HM vann og er vel að sigrinum komið en liðið keppti til úrslita í fyrra og tapaði þá naumlega.
Í sigurliðinu voru: Júlía Mjöll Jensdóttir, Marta Alda Pitak og Ágúst Kristinn Eðvarðsson.
Fleiri myndir í myndasafni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.